Mest traust borið til lögreglunnar.
Eitt meginmarkmið lögreglunnar skv. löggæsluáætlun 2007-2011 síðastliðinn ár hefur verið að veita bestu hugsanlegu þjónustu og vinna að því að efla og viðhalda trausti borgaranna.Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra stofnana og embætta frá árinu 1993.Lögreglan hefur undanfarin ár mælst með næstmesta traustið samkvæmt árlegum mælingum Þjóðarpúls Gallup,næst á eftir Háskóla Íslands.
Nú hefur breyting orðið á og samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi, sem kom út í mars,segjast rúmlega 81% bera mikið traust til lögreglunnar og hefur lögreglan aldrei mælst svo hátt.Háskóli Íslands sem lengst af hefur verið sú stofnun sem notið hefur mest trausts kemur þar á eftir en 76% bera mikið traust til hans.
Ríkislögreglustjóri lýsir ánægju með niðurstöðuna.