Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. maí 2011 Prenta

Metaðsókn á „Með táninginn í tölvunni“

Úr leikritinu.
Úr leikritinu.

Leikfélag Hólmavíkur leggur upp í leikferð um Vestfirði í næstu viku, með uppsetningu á hinum sprellfjöruga gamanleik „Með táning í tölvunni“ eftir Ray Cooney. Nú er endanlega búið að ákveða hvar og hvenær sýningarnar verða, en þær verða þrjár í ferðinni:Fimmtudaginn 2. Júní í Félagsheimilinu á Patreksfirði, föstudaginn 3. júní í Félagsheimilinu í Bolungarvík og laugardaginn 4.júní í Samkomuhúsinu í Súðavík. Allar sýningarnar hefjast kl 20:00.

Menningarráð Vestfjarða styrkir Leikfélagið vegna leikferðarinnar.

Það er Hólmvíkingurinn Arnar S. Jónsson sem leikstýrir og fara sjö leikarar með hlutverk í sýningunni og eru flestir þeirra að stíga sín fyrstu skref með leikfélaginu. Auk þeirra tekur annar eins fjöldi þátt í verkefnum á bak við tjöldin. Uppsetningin hefur fengið fádæma góða aðsókn hingað til. Fimm sýningar eru að baki á Hólmavík og voru samtals hátt í 450 gestir sem sáu þær, sem samsvarar rúmlega íbúafjölda á staðnum. Leikfélagið hefur gegnum tíðina einkennst af mikililli ferðagleði og hefur í gegnum tíðina sýnt á um það bil 50 stöðum á landinu.

Leikfélagið á 30 ára afmæli á þriðjudaginn og auk þessarar uppfærslu er ætlunin að minnast afmælisins með fjölbreyttum hætti síðar á árinu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2020 »
« September »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
Vefumsjón