Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 31. maí 2015 Prenta

Mikið af fé sett út á tún í gær.

Mikið af lambám var sett út á tún í gær.
Mikið af lambám var sett út á tún í gær.
1 af 5

Í gær var hið besta veður norðvestlæg vindátt með hægum vindi og skýjuðu veðri og hita upp í átta stig. Þannig að bændur gripu tækifærið og settu mikið af lambfé út, sjálfsagt á þetta við á öllum bæjum í Árneshreppi þótt fréttamaður L-H þekki best til í Litlu-Ávík þar sem hann vinnur við sauðburðinn hjá hálfbróðir sínum Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda. Þetta mun vera tuttugusta árið í röð sem Jón G Guðjónsson vinnur við sauðburð í Litlu-Ávík, en áður en hann flutti norður aftur 1995 kom Jón oftast norður til að vera við sauðburð þótt hann byggi og inni á höfuðborgarsvæðinu, en Jón er fæddur og uppalin í Litlu-Ávík.

Lambfé sem var komið út á tún fyrir síðasta hret (byl) stóð allt vel af sér þessi ósköp, ær og lömb lágu í skjóli þar sem það var að fá, mikið af lömbum leituðu sér skjóls inn í hey rúllum sem var búið að setja út á tún, þar sem geil myndaðist þar sem fé var búið að éta úr, enda er bölvuð bleytan verst fyrir lömbin.  Í Litlu-Ávík er víða gott skjól á túnum vegna kletta og góðra og hjalla sem eru víða á jörðinni. Það voru sjötíu og fjórar lambær úti á túnum í Litlu-Ávík í snjókomunni og óveðrinu 27. og 28 maí.  Í gær voru settar út um og yfir sextíu lambær. Í gærkvöldi voru ellefu eftir að bera og talsvert af fé inni ennþá. Síðan þegar veður fer að lagast fyrir alvöru er eftir að reka fé inn af túnum sem á að flytja á afrétt. En nú er verið að spá aðeins kólnandi aftur í vikunni en ekkert í líkingu sem var á dögunum, gott er að undanfarið er og hefur verið hægt að treysta á veðurspá frá Veðurstofu Íslands fyrir hin einstöku spásvæði og er það gott fyrir bændur sem eiga svo mikið undir veðráttu.

Hér með eru nokkrar myndir frá sauðburði og fólki sem vinnur við sauðburðinn, myndir teknar af Jóni G G.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
Vefumsjón