Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. júlí 2010 Prenta

Mikil umferð í Ferðafélagshúsið í Norðurfirði og tjaldstæðið.

Valgeirsstaðir hús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði.
Valgeirsstaðir hús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði.
1 af 2

Mikið hefur verið um að vera í húsi Ferðafélags Íslands Valgeirsstöðum í Norðurfirði í sumar.
"Að sögn Helgu Garðarsdóttur skálavarðar hafa stórir sem stærri hópar komið,farið í gönguferðir í nágrenninu eða farið með bátnum Sædísi norður á Strandir,en haft bækistöð í sæluhúsinu í Norðurfirði.
Einnig var stórt ættarmót á síðustu helgi og þessa helgi er stór hópur á ferð.
Ennfremur segir Helga skálavörður að oftast sé fullt á tjaldstæðinu."
Í sumar voru settir upp rafmagnstenglar á tjaldstæðið fyrir fellihýsi og hjólhýsi sem þykir vinsælt til að kynda húsin hlaða rafgeyma og síma og tölvur.
Sæluhús FÍ í Norðurfirði nefnist Valgeirsstaðir og er gamalt íbúðarhús í góðu standi. Það stendur við botn Norðurfjarðar, rétt ofan við fallega sandfjöru.

Í húsinu er veiturafmagn og það er hitað upp með rafmagni. Húsið er tvær hæðir. Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi sem rúma frá einum og upp í fjóra gesti. Á neðri hæð eru fjögur herbergi sem taka frá þremur upp í sex gesti. Samtals tekur húsið 20 manns. Þar er einnig borðstofa og velbúið eldhús. Í eldhúsinu er heitt og kalt vatn, rafmagnseldavél með ofni, örbylgjuofn og allur borðbúnaður. Í húsinu er sturta og tvö salerni. Í 10 mínútna göngufæri frá húsinu er verslun og sundlaug er á Krossnesi, ekki ýkja langt í burtu.

Fjölmargar spennandi gönguleiðir um stórbrotið land eru í nágrenninu. Má þar nefna göngu á Töflu, Kálfatinda, Munaðarnesfjall og Krossnesfjall. Einnig eru hægt að fara í lengri gönguferðir, s.s. yfir í Ingólfsfjörð og kringum Strút. Ekki má gleyma töfraheimi fjörunnar. Þar er að sjá tröllasmíð eins og Tröllahlaða og Bergið. Einnig er þar Gvendarsæti sem Guðmundur góði biskup sat í er hann vígði Urðirnar í Norðurfirði.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
Vefumsjón