Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. apríl 2017 Prenta

Mikil úrkoma.

Mikil úrkoma er búin að vera sem af er mánuði.
Mikil úrkoma er búin að vera sem af er mánuði.

Mikil úrkoma var í Árneshreppi fyrstu sjö dagana nú í apríl, bæði í föstu og fljótandi formi, það er úrkoman var snjór, slydda, rigning eða súld. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er úrkoman komin í 119,3 mm eftir fyrstu sjö sólarhringa mánaðarins. Í fyrra í apríl 2016 mældist heildarúrkoman aðeins 23,5 mm. sem var óvenju litil úrkoma. Það var snjókoma, slydda, rigning eða súld alla þessa daga og mjög úrkomusamt alla þessa daga. Mesta úrkoma eftir sólarhring var þann þriðja eða 34,7 mm., og þann sjöunda 30,3 mm. Það virðist ætla að stefna í úrkomumet á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir apríl.

Athugasemdir

Atburðir

« 2019 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
Vefumsjón