Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. júlí 2020 Prenta

Mikilli úrkomu spáð á Ströndum.

Úrkomuspá kl:18.00 á morgun. Kort VI.
Úrkomuspá kl:18.00 á morgun. Kort VI.

Veðurstofan spáir mikilli úrkomu hér á Ströndum næstu 3 daga, og er búið að tala við veðurathugunarmann á veðurstöðinni í Litlu-Ávík, og hann beðinn að láta vita þegar óvenju mikil úrkoma hefst. En spáð er Norðan eða Norðaustan 13-18 m/s seinnipartinn á morgun, með hita 8 til 13 stig. og dálítil rigning, en bætir í úrkomu síðdegis. Hiti 8 til 13 stig.

Sjá og fylgist með veður og úrkomuspá hér á vefnum sem er beintengd Veðurstofu Íslands. Fyrst að smella á Veðurspá sem er vinstra megin á síðunnu, þá kemur sjálfvirka stöðin á Gjögurflugvelli, smellið síðan Fleiri veðurspár, þá kemur upp kort Hitaspá, Vindaspá og síðan Úrkomuspá sem þið getið valið um. Veðurathugunarmaður í Litlu Ávík mun jafnvel mæla úrkoma oftar en tvisvar á sólarhring ef þurfa þikir, jafnvel 4 sinnum, ef þessi mikla úrkomuspá rætist sem gætu náð allt að 300 til 400 mm á tveim sólarhringum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Söngur.
  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
Vefumsjón