| föstudagurinn 6. febrúar 2009
Prenta
Mokað á þriðjudögum
Ákveðið hefur verið að reyna að halda uppi mokstri einu sinni í viku á Strandavegi frá vegamótum Drangsnesvegar norður að Gjögri. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri tilkynnti samgöngunefnd Árneshrepps þessa ákvörðun í vikunni, að höfðu samráði við samgönguráðherra.
Fulltrúar Vegagerðarinnar, þeir Jón Hörður Elíasson á Hólmavík og Sigurður Mar Óskarsson á Ísafirði, komu á föstudag og funduðu með oddvita Árneshrepps og fulltrúum úr samgöngunefnd. Ákveðið var að mokað yrði á þriðjudögum, nema veður eða veðurútlit bendi til að betra væri að fresta aðgerðum. Verði fannfergi mun meira en undanfarin ár skal leitað álits vegamálastjóra um hvort endurskoða skuli þessa ákvörðun.
Þetta eru ánægjuleg tíðindi, enda þar með komið í veg fyrir að Árneshreppur yrði eina sveitarfélagið á Íslandi án snjómoksturs, og þannig horfið mörg ár aftur í tímann.
Fulltrúar Vegagerðarinnar, þeir Jón Hörður Elíasson á Hólmavík og Sigurður Mar Óskarsson á Ísafirði, komu á föstudag og funduðu með oddvita Árneshrepps og fulltrúum úr samgöngunefnd. Ákveðið var að mokað yrði á þriðjudögum, nema veður eða veðurútlit bendi til að betra væri að fresta aðgerðum. Verði fannfergi mun meira en undanfarin ár skal leitað álits vegamálastjóra um hvort endurskoða skuli þessa ákvörðun.
Þetta eru ánægjuleg tíðindi, enda þar með komið í veg fyrir að Árneshreppur yrði eina sveitarfélagið á Íslandi án snjómoksturs, og þannig horfið mörg ár aftur í tímann.