Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. júní 2011 Prenta

Mótaþrenna á Ströndum: Teflt í Hótel Djúpavík, samkomuhúsinu Trékyllisvík og Kaffi Norðurfirði.

Frá skákmóti í fyrra.Mynd Hrafn.
Frá skákmóti í fyrra.Mynd Hrafn.

Skákhátíð á Ströndum hefst með tvískákmóti í Hótel Djúpavík, föstudaginn 17. júní klukkan 20. Daginn eftir klukkan 13 verður hið árlega stórmót, sem stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson hafa unnið síðustu árin. Ákveðið hefur verið að færa mótið úr gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík í hið vistlega samkomuhús í Trékyllisvík. Þar verður keppt um 100 þúsund króna verðlaunapott, auk glæsilegra vinninga frá 66 Norður, Eddu, Forlaginu, Senu, Henson, Sögum útgáfu, UMF Leifi heppna o.fl.

Á laugardagskvöld fer fram ,,landsleikur" í fótbolta, þar sem gestir hátíðarinnar keppa við knáa liðsmenn úr Ungmennafélaginu Leifi heppna. Áhugasamir liðsmenn eru því beðnir um að taka með sér viðeigandi skó.

Á sunnudaginn klukkan 13 verður svo glæsilegur lokapunktur settur á skákhátíðina með hraðskákmóti í Kaffi Norðurfirði.

Veðurspá fyrir helgina er ágæt, og ekki mun væsa um keppendur á hlýlegum og skemmtilegum mótsstöðum.

Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Allt sett í stóra holu.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
Vefumsjón