Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. október 2010 Prenta

Móttökugámur fyrir flokkað sorp.

Einar Indriðason framkvæmdastjóri Sorpsamlags Strandasýslu við flokkunargáminn.
Einar Indriðason framkvæmdastjóri Sorpsamlags Strandasýslu við flokkunargáminn.
Nú í vikunni setti Sorpsamlag Strandasýslu upp gám fyrir endurvinnanlegt sorp á Norðurfirði,enn aðalstöðin fyrir endurvinnanlegan sorpúrgang verður þar og einnig fyrir spilliefni.

Hreppsbúar verða sjálfir að koma hinu endurvinnanlega sorpi þangað.Það er að ekki verða tunnur við heimili sem sorpsamlagið losar.

Gámar undir sorp sem fer í urðun eru á fjórum stöðum í hreppnum,það er á aðalmóttökustöðinni á Norðurfirði,í Trékyllisvík,fyrir ofan Gjögur og í Djúpavík.

Sorpi sem hægt er að skila flokkuðu í móttökugáminn á Norðurfirði eru eftirtalin:

Pappír,slettur pappír,bylgjupappír,ólitað og litað plast,hart plast.

Málmar,gler,postulín og flísar skulu fara í eldri gámana áfram.

Einnig er á Norðurfirði gámur fyrir spilliefni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Byrjað er að setja loftdósir og rafmagnsrör.23-01-2009.
  • Þá fer langa súlan út.
Vefumsjón