Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. desember 2009 Prenta

Myndir frá hjólaklúbb í sumar.

Litla og Stóra-Ávík séð af Reykjaneshyrnu.
Litla og Stóra-Ávík séð af Reykjaneshyrnu.
1 af 14
Hjólaklúbbur Liðveldisins enn svo kalla þau sig sem voru á ferð í Árneshreppi í sumar.Það voru að vísu nokkrir til viðbótar í þessum hópi sem ekki voru með. Þegar hjólagarparnir komu í Árneshreppinn voru þau að koma frá því að dvelja í fjóra daga á Merkigili í Austurdal Skagafirði. Þar sem hún Mónika bjó með sjö dætrum sínum. Þar vorum við að hjóla og ganga.Þau segjast aðallega vera hlaupara en hjóla saman á sumrin.Þau hjóla mest á Íslandi en hafa farið út í heim og hjólað þar,á Spáni,Tyrklandi, Slóveníu og á Ítalíu.

 

Nöfn þeirra sem voru í Norðurfirðinum í gistingu hjá Gunnsteini Gíslasyni og frú Margréti Jónsdóttur voru Jóhann Kristjánsson, Kristín Andersen, Sigurjón Sigurbjörnsson, Jónína Kristín Ólafsdóttir, Stefán Örn Einarsson og Hafdís Reinaldsdóttir.

 

Þá var hjólað í tvo daga frá Norðurfirði.Þau byrjuðu á að hjóla út á Gjögur, þá komu þau við í Litlu-Ávík. Síðari daginn hjóluðum þau út í Ófeigsfjörð og hittu þar Pétur Guðmundsson. Þetta voru fínir dagar á Ströndum segir forsprakki hópsins Jóhann Kristjánsson.

 

Síðan óku þau sem leið liggur frá Norðurfirði í Dýrafjörð og tóku öll þátt í 24 km hlaupi sem kallað hefur verið Vesturgatan. Þá er hlaupið eftir illfærum vegi frá Arnarfirði yfir til Dýrafjarðar.

Jóhann hefur sent vefnum Litla-Hjalla 14 myndir frá þessu ferðalagi,bæði frá Merkigili í Skagafirði og héðan úr hreppnum.

Vefurinn þakkar þessu frábæra fólki fyrir. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
Vefumsjón