Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. maí 2010 Prenta

Myndlistarsýning í Gamla kaupfélaginu ( Gramverslun) á Þingeyri.

Listafólkið sem stendur að sýningunni.
Listafólkið sem stendur að sýningunni.

Sýningin  Lýðveldið á eyrinni  opnar  laugardaginn 29. maí kl. 14 í húsnæði Gamla kaupfélagsins á Þingeyri, en það er eitt af elstu verslunarhúsum landsins byggt árið 1874.

Sýningin er hluti af  stórum sýningargjörningi Kvennabraggans sem er hópur átta listamanna. Umfjöllunarefnið er sótt í ólíka afkima hins íslenska lýðveldis, tengsl okkar við menningu, náttúru og ólíkt rými sýningarstaðanna, sem gjarnan tengjast atvinnusögu þjóðarinnar.

Hópurinn hefur gert víðreist og sýnt í óhefðbundnu sýningarhúsnæði svo sem í hlöðu við Mývatn, í yfirgefnum verbúðum í Ingólfsfirði á Ströndum og í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar  að Álafossi.  Sýningarnar standa í flestum tilfellum  aðeins yfir eina helgi og hafa því yfir sér blæ gjörnings og  því má líkja listamönnunum við farandverkamenn sem stoppa stutt á hverjum stað í stöðugri leit að nýjum verkefnum.

 

Upphaf samstarfs listamannanna má rekja til sýningarinnar ,,Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.

Á laugardaginn verður boðið upp á léttar veitingar og harmonikkuleik  og á sunnudag verður hægt að fylgjast með listamönnunum við vinnu sína. Allir eru boðnir velkomnir.

Sýningarverkefnið hlaut styrk frá  Menningarráði Vestfjarða.

Opið er frá 29.maí og 30.maí 2010 á milli klukkan 14:00 til 18:00 báða dagana. 

 

Listamennirnir sem sýna eru:

Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir,Guðbjörg Lind Jónsdóttir, HildurMargrétardóttir,

HlífÁsgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Ólöf Oddgeirsdóttir

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
Vefumsjón