Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. september 2010 Prenta

NMT kerfið kvatt.

3 G dreifikerfi Símans.
3 G dreifikerfi Símans.

Í dag lokar Síminn NMT kerfinu sem hefur í áratugi þjónað öryggishlutverki bæði til sjós og lands og Síminn hefur rekið með miklum sóma.  Nú er ekki lengur unnt að reka kerfið þar sem það er barns síns tíma og ekki lengur framleiddur búnaður í það til uppfærslu. Við lokun NMT kerfisins á Íslandi er það eingöngu rekið í Póllandi og Rússlandi að því er fram kemur á Wikipedia.  Það má því með sanni segi að ekkert eimi eftir af því sem NMT stendur fyrir;  Nordisk Mobil Telefoni.

Sem kunnugt er hefur Síminn ráðist í umfangsmikla uppbygginu 3G farsímakerfis ásamt því að bæta hefðbundna GSM-kerfið mikið. Þrátt fyrir mikla útbreiðslu nýju kerfanna er ekki tryggt að samband verði á öllum svæðum sem nú njóta NMT-þjónustu en með réttu vali á búnaði má minnka eyður þar sem ekki næst samband. Viðskiptavinir NMT hafa verið upplýstir og bent á að GSM/3G þjónustan sé í langflestum tilfellum fullnægjandi og oft mun betri en NMT þjónustan var. Heildarútbreiðsla GSM/3G kerfa er  í dag mun viðameiri en útbreiðsla NMT kerfis var nokkru sinni sé miðað við handsímaþjónustu. Noti fólk hins vegar loftnet og beini (router) verður dekkunin ennþá meiri.

Almennum NMT-notendum er bent á að flytja þjónustu sína yfir í hið nýja 3G kerfi Símans og fá þannig aðgang að öllum nýjum tal- og gagnaflutningsmöguleikum sem þar bjóðast. Með 3G korti frá Símanum fá viðskiptavinir sjálfkrafa aðgang að almenna GSM-kerfinu en saman mynda þessi farsímakerfi langstærsta og öflugasta dreifikerfi landsins.

Allir NMT-notendur sem flytja númer sín yfir í 3G kerfi Símans fyrir 1. október nk. fá fyrstu þrjá mánuðina fyrir 0 kr. Auk þess gefst þeim kostur á að fá gamla NMT-númerið sitt skráð sem 3G númer.

Þá er sjómönnum seld sjóáskrift í 3G langdrægakerfið sem gefið hefur góða raun enda segja sjómenn að lífið á sjónum sé nú líkara því á landi þar sem hægt er að gera allt á netinu í gegnum 3GL.
Segir á vef Símans.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Bryggjan á Gjögri.
  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
  • Kallahús(Regínuhús Gjögri-05-07-2004.
  • Drangavík 18-04-2008.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
Vefumsjón