NV Vestfirðir á Kaffi Sælu á Tálknafirði.
NV Vestfirðir heldur áfram för sinni um Vestfirði, en næsta stopp mun vera á Tálknafirði á nýopnuðu kaffihúsi Ársæls Níelssonar og Birnu Guðnadóttur,Kaffi Sælu.
Sýndar verða 7 ljósmyndir prentaðar á striga eftir áhugaljósmyndarann Ágúst G. Atlason.
Er þessi sýning liður í verkefni sem sótti um styrk til Menningarráðs Vestfjarða og fékk styrk til þessa ferðalags um Vestfirði. Mun verða nýbreytni í opnun á þessum stað, en hljómsveitin Megakukl mun spila við opnun sýningarinnar en það er liður í samstarfi Guðmundar Hjaltasonar og Ágústar Atlasonar, en Guðmundur hlaut einnig styrk frá Menningarráði til að flytja tónlist um alla Vestfirði. Hugur er á áframhaldandi samstarfi beggja aðila til að gera sem mest úr tónleikum/ opnun á hverjum stað sem hægt er að nota þetta fyrirkomulag. Eru allir hvattir til að mæta á Kaffi Sælu á föstudagskvöldið kemur!
Meiri upplýsingar:
Ágúst G. Atlason 840 4002
Ársæll Níelsson 847 3832
Guðmundur Hjaltason 8924568