Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. febrúar 2011 Prenta

Námskeið um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi.

Guðrún frá Lundi.
Guðrún frá Lundi.

Námskeið í gegnum fjarfundabúnað frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Guðrún frá Lundi var 59 ára þegar hún gaf út sína fyrstu bók árið 1946, hún skrifaði síðan 27 bindi af skáldsögum, nærri 10.000 síður og þá síðustu þegar hún var 86 ára gömul. Hún var metsöluhöfundur í áratugi en ekki voru allir jafnhrifnir af vinsældunum og var hún nefnd drottning kerlingabókanna. Sjálf gerði Guðrún góðlátlegt grín að öllum látunum en hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði í einu blaðaviðtali, "Kerling eins og ég má ekki skrifa svona mikið".

Á námskeiðinu verður farið yfir ævi og störf Guðrúnar og þann heim sem verk hennar er sprottin upp úr. Rætt verður sérstaklega um Dalalíf sem kom út á árunum 1946-1951 en einnig um önnur verk s.s. Afdalabarn og Tengdadótturina.
Marín Guðrún Hrafnsdóttir, bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar hefur umsjón með námskeiðinu.
Nánar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2020 »
« Október »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
Vefumsjón