Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. nóvember 2010 Prenta

Nemendur Finnbogastaðaskóla í starfskynningu.

Hrefna,Elísa,Kári,Júlíana,Þórey,Ásta og Karítas,við mælaskýlið.
Hrefna,Elísa,Kári,Júlíana,Þórey,Ásta og Karítas,við mælaskýlið.
Skólastjóri Finnbogastaðaskóla Elísa Ösp Valgeirsdóttir og Hrefna Þorvaldsdóttir komu með nemendurna Júlíönu Lind Guðlaugsdóttur,Ástu Þorbjörgu Ingólfsdóttur og systkinin Kára og Þóreyju Ingvarsbörn ásamt aukanemandanum Karítas Sigurðardóttir sem er gestanemandi í smátíma,í starfskynningu á Veðurstöðina í Litlu-Ávík í gær.

Veðurathugunarmaðurinn þar sýndi þeim tildæmis úr hvernig skýjum hin ýmsa úrkoma gæti komið,en éljaský voru einmitt á lofti í gær,einnig sýndi  hann þeim bækur með myndum af hinum ýmsu skýjum.

Börnunum þótti skrýtið þegar veðurathugunarmaður sýndi þeim hvernig veður er sent,það er tildæmis ekki sagt snjóél á síðustu klukkustund,heldur er gefin upp talan 26 og veður þá á milli athugana ef él hafa verið 88.

Eins ef er rigning þá er skrifuð talan 6366,allt gefið upp í kvóta.

Einnig var þeim sýnd hvernig úrkoman er mæld og hitamælar hámarks og lágmarks,hvernig þeyr virka og ýmislegt fleira.
Veffang Finnbogastaðaskóla ER HÉR.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Frá brunanum.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
Vefumsjón