Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. nóvember 2009 Prenta

Netsamband datt út enn einu sinni í Árneshreppi.

Móttökukassinn fyrir 3.G Örbylgusendinn.
Móttökukassinn fyrir 3.G Örbylgusendinn.
Nú uppúr kl 13:30 í gærdag datt netsamband út hjá okkur í Árneshreppi og vefstjóri Litlahjalla hafði samband við tæknilega aðstoð Símans uppúr klukkan tvö í dag og sáu þeir strax að eitthvað var að við netsambandið bæði á 3.G netlyklum og 3.G háraðanettengingunni hinni nýju.

Báðu Símamenn að athuga um ljós á sendikassanum sem settur var upp inni vegna þessa háhraðanettengingar,ljós sem er blátt og á að lýsa mjög skýrt ef gott samband er,en það var bara fölblátt.

Einnig hringdi vefstjóri á nokkra bæi og tvær stofnanir til að athuga þar,en þar var sambandslaust eins og í Litu-Ávík.

Netsambandið hefur verið mjög gott frá því að bilun varð á fimmtudagskvöldið 5 nóvember er allt samband datt alveg út,en komst inn aftur að morgni föstudagsins 6 nóvember,og hefur verið nokkurn vegin verið í lagi síðan með smá undantekningum samt,sem Síminn kallaði þá að væri vegna álags.Enn það getur bara ekki staðist að það sé álag bara í eitt kvöld.

 

Tæknideild Símans var sett strax í að athuga hvað væri að og vinna nú í málunum.

Samband frá 3.G netlyklum hafa komu inn annað slagið í gær í þessari bilun svona í brot úr mínútu eða allt uppí 2 mínútur.

Þetta er mjög bagalegt fyrir notendur Árneshrepps að geta ekki treyst á hina nýju háhraðatengingu,stofnanir og heimili detta út.

Frá því um kl 15:00 í gær hefur þetta háhraðanet verið inni með köflum,og eru starfsmenn Símans að skoða allt uppá nýtt.Ekkert verður unnið í þessu um helgina að viti að sögn Símans,nema sem hægt er að gera í stjórnborðinu þar,þetta mun koma inn annað slagið þessi tenging svipað og var í gær,að sögn Símans.

Þannig að vonandi er að Árneshreppur verði ekki alveg úti um helgina með netsamband.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Húsið fellt.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
Vefumsjón