Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. júní 2013 Prenta

Niðurstaða málþings um samgöngumál á Vestfjörðum.

Frá Tálknafirði.Mynd Mats.is
Frá Tálknafirði.Mynd Mats.is
Málþing um samgöngumál á Vestfjörðum haldið í Íþróttahúsinu Tálknafirði, föstudaginn 21. júní 2013. Þingið var vel sótt, rúmlega 100 manns mættu víðsvegar að frá Vestfjörðum.

Til málþingsins var boðað til að upplýsa ný stjórnvöld og þingmenn um áherslur Vestfirðinga í samgöngumálum. Fyrir liggur sú staðreynd að þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum eru einu byggðarlögin á landinu sem ekki eru enn komin í heilsársvegasamband, hvorki á milli helstu þéttbýlisstaða né með öruggum tengingum inn á aðalþjóðvegakerfið.

Framsögu á málþingu fluttu fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum, fulltrúar frá atvinnulífi, (fiskeldi og ferðaþjónustu), innanríkisráðherra og vegamálastjóri. 

 
Fram kom á málþinginu ;

  • að tillaga að matsáætlun um Vestfjarðaveg 60 um Gufudalssveit hefur verið kynnt og fer í formlegan feril hjá Skipulagsstofnun á næstu vikum.

Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga ítrekar fyrri ályktanir varðandi vegagerð á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, að umhverfismati verði lokið og fjármögnun tryggð svo uppbyggður heilsársvegur á láglendi verði að veruleika fyrir árslok 2018.

  • vonir standa til að framkvæmdum sem nú standa yfir á Vestfjarðavegi 60, Kjálkafjörður - Eiði, verði lokið haustið 2014 sem er einu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.
  • innanríkisráðherra staðfesti vilja stjórnvalda að standa við gildandi samgönguáætlun 2011-2022. Það staðfestir framkvæmdir við Dýrafjarðargöng verða á tímabilinu 2015-2018 og samhliða því að hafin verði veggerð um Dynjandisheiði.
  • innanríkisráðherra staðfesti vilja um að stofna til samráðshóps um heilsárssamgöngur í Árneshrepp með aðkomu heimamanna.
  • fundurinn undirstrikaði mikilvægi innanlandsflugs fyrir íbúa, atvinnulíf og þá sem sækja fjórðunginn heim og hvatti innanríkisráðherra til að tryggja framtíð þess.
  • fundurinn gerði kröfu um að uppbygging fjarskipta verði hraðað. Þannig að nettening á Vestfjörðum verði eins og best gerist í landinu.
  • Á fundinum töluðu fulltrúar atvinnulífsins þar sem fram kom mikilvægi samgangna fyrir uppbyggingu nýrra gjaldeyrisskapandi atvinnugreina eins og fiskeldis og ferðaþjónustu svo ekki sé minnst á viðgang og vöxt hefðbundinna atvinnugreina.

 

Allir þessir þættir eru mikilvægar grunnstoðir og skipta sköpum hvað varðar atvinnuuppbyggingu, búsetu og lífsgæði. Ekki eingöngu fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum heldur fyrir þjóðina alla.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
Vefumsjón