Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. desember 2008 Prenta

Niðurstöður rannsóknar um ferðamennsku á Vestfjörðum kynntar.

Hákarlahjallurinn í Asparvík.
Hákarlahjallurinn í Asparvík.
Fimmtudaginn 4. desember mun Alda Davíðsdóttir, starfsmaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands, kynna niðurstöður úr könnun sem gerð var meðal ferðamanna á Vestfjörðum í sumar. Kynningin fer fram í Þekkingarsetrinu Skor klukkan 12:15, stendur yfir í u.þ.b. 20 mínútur og eftir það gefst tími til fyrirspurna. Miðað er við að kynningunni ljúki fyrir klukkan 13.
Könnunin var unnin í samstarfi Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands og Markaðsstofu Vestfjarða og var styrkt af Vaxtasamningi Vestfjarða. Starfsmenn setursins fóru víða um Vestfirði og lögðu fyrir ferðamenn spurningalista þar sem meðal annars var spurt um ástæður komu, upplýsingaöflun, nýtingu og ánægju með þjónustu á Vestfjörðum sem og ánægju með ferðina í heild.

Niðurstöðurnar gefa mynd af því hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða, hvar þeir eru líklegir til að leita sér upplýsinga og hverju þeir hafa helst áhuga á að kynnast eða upplifa á ferð sinni um Vestfirði. Þá er leitast við að skýra hvaða þættir hafa helst áhrif á upplifun eða ánægju ferðamannanna. Vonast er til að nýta megi niðurstöður þessarar könnunar til að greina styrkleika Vestfjarða sem ferðamannastaðar, skilgreina möguleika í kynningu svæðisins og greina frekari möguleika á uppbygginu afþreyingar og þjónustu fyrir ferðamenn. Þá leggur könnunin grunn fyrir frekari rannsóknir á ferðamönnum og uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum sem eru fyrirhugaðar hjá Rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Úr sal.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
Vefumsjón