Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. nóvember 2011 Prenta

Ný bók eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni komin út.

Kápa bókarinnar-Þórður Þ.Grunnvíkingur-Rímnaskáld.Eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni.
Kápa bókarinnar-Þórður Þ.Grunnvíkingur-Rímnaskáld.Eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni.
1 af 2

Út er komin bókin Þórður Þ. Grunnvíkingur Rímnaskáld ævisaga,efir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni í Árneshreppi sem Vestfirska forlagið gefur út. En Vestfirskaforlagið gefur út alls átján bækur fyrir þessi jól. Um bókina segir á baksíðu:

Magnús Hj. Magnússon,skáldið á Þröm,frændi Þórðar Þ. Grunnvíkings og hans besti vinur,skrifaði að honum látnum 1913:

Þórður Þórðarson Grunnvíkingur var fæddur gáfumaður,hneigður fyrir fróðleik ýmiskonar,og einkum fornfræði er snerti land vort og þjóð. Hann var skáldmæltur og orti margt og sérlega bragfróður,svo eigi var fyrir alla að mæta honum,ef hann fór í þá sálma. Hann var all ungur er töluvert orð fór af honum sem miklum gáfumanni,en misskilinn var hann mjög,einkum á yngri árum,þó einstaka menn létu hann njóta sannmælis. Hann var djarfur í lund og lét margt flakka í vísum sínum sem of nærri þóttu fara. Það þoldi heimurinn ekki. Hitt könnuðust flestir við að hann var maður fróður um margt,enda réttnefndur fræðimaður. Þórður sálugi Þórðarson átti lengi við örðug kjör að búa. En í öllu hans stríði átti hann því mikla láni að fagna,að eiga góða konu,konu er var honum skjól og skjöldur í bardaganum,hvernig sem á stóð.

Margar myndir prýða bókina viða af Vestfjörðum og Ströndum.

 

Guðlaugur Gíslason höfundur bókarinnar er fæddur á Steinstúni í Árneshreppi árið 1929 og ólst þar upp,var í héraðsskólanum í Reykjanesi part úr tveim vetrum. Um tvítugt fór Guðlaugur að heiman og fór til sjós bæði á fiskiskip og á farskip. Hann tók farmannapróf við Stýrimannaskólann 1958. Var stýrimaður hjá Skipaútgerð ríkisins. Starfsmaður Stýrimannafélags Íslands og síðar Skipstjóra- og Stýrimannafélags Íslands 1968 til 1999 er hann settist loks í helgan stein.

Þetta er önnur bók Guðlaugs Gíslasonar,en í fyrra kom út bókin,Lífvörður Jörundar hundadagakóngs.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
  • Kort Árneshreppur.
  • Frá brunanum.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
Vefumsjón