Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. febrúar 2015 Prenta

Ný þjónusta hjá Orkubúinu.

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.Mynd BB.is
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.Mynd BB.is

Vegna landfræðilegra aðstæðna á Vestfjörðum er mjög erfitt að koma í veg fyrir að truflanir eigi sér stað í flutnings- og dreifikerfi Orkubúsins. Orkubúið hefur á undanförnum árum verið að bæta til muna miðlun upplýsinga þegar truflanir verða, sem snerta viðskiptavini þess.

Nú hefur verið settur upp póstlisti fyrir tilkynningar. Þeir sem skrá sig á póstlistann fá sendar tilkynningar í tölvupósti um leið og þær eru birtar á vefsvæði Orkubúsins.

Einnig hefur verið bætt ferlið við birtingu tilkynninga á vefsvæði og Facebook síðu Orkubúsins til að þær berist til sem flestra á sem skemmstum tíma.

Viðskiptavinir Orkubúsins geta nú valið með hvaða hætti þeir fá upplýsingar þegar truflanir eiga sér stað hvort sem það er í gegnum vefsvæði Orkubúsins, Facebook, Twitter eða í tölvupósti. Einnig  geta viðskiptavinir valið hvort notuð er borðtölva, fartölva, spjaldtölva eða snjallsími til að nálgast þessar upplýsingar á sem fljótvirkastan máta. Segir á vef Orkubús Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
Vefumsjón