Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. september 2008 Prenta

Nýjar áherslur hjá Atrvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

Fyrir framan Skor.
Fyrir framan Skor.
 

Stjórn og starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hafa verið á faraldsfæti um Vestfirði að undanförnu. Í dag, fimmtudaginn 25. september, var stjórnarfundur haldinn í Skor, þekkingarsetri á Patreksfirði, þar sem rædd voru málefni sem helst brenna á Vestfirðingum.

 Greinilegt er að nýr framkvæmdastjóri atvest, Þorgeir Pálsson, er að vinna ákaflega jákvæða hluti fyrir Vestfirði og Vestfirðinga með sýnileika á öllu svæðinu og breyttum áherslum. Þess má geta, að fyrir skömmu var nýr og endurbættur vefur Atvinnuþróunarfélagsins opnaður. Starfsstöðvar atvest eru þrjár, á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík.

 

Aðspurður um helstu áhersluatrtiði atvest segir Þorgeir að undanfarna mánuði hafi félagið gengið gegnum mikla naflaskoðun og stefnumótunarvinnu og nýjar áherslur séu komnar inn. „Við höfum lagt kapp á að fara mun víðar en áður. Við höfum verið að heimsækja vestfirsk fyrirtæki á markvissan hátt og kynna áherslur félagsins fyrir þeim. Við viljum vinna meira með einstaklingum, fá fram þeirra hugmyndir og aðstoða við að vinna úr þeim og koma þeim í viðeigandi farveg. Það tekur auðvitað nokkurn tíma að kynnast grasrótinni. Jafnframt höfum við verið að kynna áherslur okkar fyrir forsvarsmönnum og atvinnumálanefndum sveitarfélaga og fyrir ráðamönnum syðra, svo sem ráðherrum og forsvarsmönnum atvinnutengdra stofnana."

 
Á myndinni sem tekin er fyrir framan Skor þekkingarsetur á Petreksfirði um miðjan dag í dag eru frá vinstri :

Anna Guðrún Edvardsdóttir Bolungarvík, Skjöldur Pálmason Patreksfiðri formaður stjórnar, Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri atvest, Elfa Björk Bragadóttir Hólmavík, Magdalena Sigurðardóttir Ísafirði, Karl K. Ásgeirsson Ísafirði og Sveinn Ragnarsson Reykhólahreppi. Á fundinn/myndina vantar fulltrúa Byggðastofnunar Sigríði Elínu Þórðardóttur frá Sauðárkróki

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • Steinstún-2002.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
Vefumsjón