Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. nóvember 2009 Prenta

Nýjar snjómokstursreglur 2010.

Frá snjómokstri í vor í Árneshreppi.
Frá snjómokstri í vor í Árneshreppi.
1 af 2

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að reglur um vetrarþjónustu breytast á næsta ári. Tekist hefur með hagræðingu og betra skipulagi að halda óbreyttri þjónustu út árið 2009, en nauðsynlegt er að draga eitthvað úr vetrarþjónustunni árið 2010.

Áhersla er á það við þessar breytingar að tryggja umferðaröryggi sem best en þjónustan verður svipuð og hún var árið 2006.

Þjónustudögum á fáförnustu leiðunum verður fækkað og þjónustutími á lægri þjónustuflokkum styttur, mest um helgar. Stefnt er að 200 milljóna króna sparnaði.

Eina breytingin sem tekur gildi núna strax er sú að opnað er á að moka einu sinni í viku frá hausti fram yfir áramót þar sem G-regla gildir. Þetta á til dæmis við um Árneshrepp á Ströndum en mokað verður þá samkvæmt reglunni til 5. janúar ár hvert. Þetta gildir þegar ekki er um aðrar samgönguleiðir er að ræða og kostnaður við moksturinn ekki óhóflegur.
Ítarlegar skýringar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir.Skólastjóri frá 2004 til 2007.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
Vefumsjón