Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. nóvember 2024 Prenta

Nýr Gjögurviti farin að lýsa.

Kranabíll með körfu var notaður við að setja búnaðinn upp.
Kranabíll með körfu var notaður við að setja búnaðinn upp.
1 af 3

Rafvirkjar og tæknimenn frá Veggerðinni settu ljósabúnaðinn upp á mastrið á hinum nýja Gjögurvita í gær þann 11 nóvember í leiðinda veðri. Sæmilegt fram á hádegið síðan sunnan allhvass vindur. Þeyr byrjuðu eldsnemma morguns og voru framá kvöld.

Um er að ræða 24 metra hátt þrífætt mastur með þjónustustiga. Á toppi mastursins er LED vitaljós, og á sjálft mastrið, radarsvari, til að auka sjáanleika þess enn frekar fyrir skip og báta.

Bæði ljós og radarsvara verður hægt að tengjast fjarrænt án þess að klífa mastrið með símtæki til að yfirfara stöðuna.

 

Vitaskúrinn með inntaki fyrir rafmagn og rafmagnstöflur og mæla fyrir vitann er ennþá áfram á sínum stað og hefur verið málaður í rauðum lit.  Mastrið á sama hátt er tvískipt í lit, rautt og hvítt.  Rauði liturinn á vitaskúrnum er eins og rauði liturinn á mastrinu. Í hvern fót masturs voru settar jarðfestur fyrir eldingarvarnir.

Vitinn er 24 m hár eins og eldrivitinn sem féll í desember 2023. Sá viti var reistur 1921.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
Vefumsjón