Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. júlí 2013 Prenta

Nýr félagsmálastjóri ráðinn.

Hildur Jakobína núverandi félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps lætur af starfi sínu um mánaðarmótin ágúst – september.
Hildur Jakobína núverandi félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps lætur af starfi sínu um mánaðarmótin ágúst – september.

Sigríður María Játvarðardóttir hefur verið ráðin í starf félagsmálastjóra Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. María er með meistaragráðu í Fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands og próf í Félagsráðgjöf frá Nordland distrikthögskola í Bodö í Noregi auk þess sem hún hefur lokið 15 eininga námi í  Stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá Endurmenntun Háskóla Íslands. María hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins frá árinu 1994, hún hefur sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands við sitt fagsvið, hún var félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg á árunum 1986 – 1993 og félagsráðgjafi á Örva, starfsþjálfunarstað fyrir fatlað fólk í Kópavogi  frá 1985 – 1986 auk annarra fyrri starfa.  

Hildur Jakobína núverandi félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps lætur af starfi sínu um mánaðarmótin ágúst – september en mun verða félagsþjónustunni innan handar þar til María hefur störf.

Við munum fagna komu Maríu í þetta mikilvæga starf um leið og við kveðjum Hildi Jakobínu og þökkum henni fyrir vel unnið uppbyggingar- og mótunarstarf á upphafsárum Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Langt komið að steypa plötu.01-10-08.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
Vefumsjón