Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. nóvember 2010 Prenta

Nýr framkvæmdastjóri Vesturferða.

Kristjana Milla Snorradóttir í Hornvík á Ströndum.
Kristjana Milla Snorradóttir í Hornvík á Ströndum.

Nýr framkvæmdastjóri Vesturferða sendi efirfarandi orðsendingu og kynningu á fyrirtækinu:
Hún hefur nú orðið:

Sælir ferðaþjónar og áhugamenn um ferðaþjónustu á Vestfjörðum,

Kristjana Milla heiti ég og er Snorradóttir. Ég er nýtekin við starfi Elíasar Oddsonar sem framkvæmdastjóri Vesturferða og langaði að kynna mig fyrir ykkur í nokkrum orðum.

Ég hóf störf hjá Vesturferðum í febrúar á þessu ári og var einnig í sumarstarfi við móttöku farþega á skemmtiferðaskipum sumarið þar áður. Ég hef því fengið tækifæri til að kynna mér starfsemi Vesturferða og að vinna með sumum ykkar.

Ég er nú á fullu við að koma mér inn í hlutverk mitt hjá Vesturferðum og skipuleggja og útfæra hvaða áherslur ég vil sjá í starfi Vesturferða.

Vesturferðir voru stofnaðir árið 1993, og er því ein af elstu ferðaskrifstofum landsins. Vesturferðir voru stofnaðir m.a. til þess að veita þjónustu til ferðamanna um alla Vestfirði allt árið um kring.

Framtíðarsýn mín er að styrkja þessa sérstöðu Vesturferða, að vera stærsta og eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem býður upp á ferðir um alla Vestfirði allt árið um kring.

Markmið mitt er að Vesturferðir séu sérfæðingar þegar kemur að ferðaþjónustu á öllum Vestfjarðakjálkanum.

Að mínu mati þurfum við ferðaþjónar á öllu svæðinu að vinna saman að því að auka ferðamannastrauminn til okkar. Öll erum við fulltrúar Vestfjarða og öll eigum við hag af því að koma fólki út fyrir hringveginn.

Vesturferðir eru bæði ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi (Tour Agency og Tour Operator), þannig að við komum bæði að því að skipuleggja og framkvæma ferðir en einnig að því að auglýsa og bóka fyrir aðra ferðaskipuleggjendur og ferðaþjóna. Ferðamenn eiga að geta leitað á einn stað og þar eiga möguleika á að fræðast um og bóka í afþreyingu, gistingu og annað um allann kjálkann.

 

Leita ég því til ykkar ferðaþjónar og áhugamenn. Mig langar að fá að kynnast ykkur og því starfi sem þið vinnið.

Hvet ég ykkur til að senda mér línu eða hringja í mig þannig að ég fái tækifæri til að vita hvað er í boði um allan kjálkann, hvort sem það er afþreying, gisting, matsölustaðir, söfn og allt þar á milli og við tækifæri til að vinna saman.

Ég tek einnig glöð á móti öllum hugmyndum um nýjar ferðir, vöruþróun og þjónustu.

Ég bý í Kópavogi, en mun koma og vera á Ísafirði næsta sumar, eins og ég hef gert síðastliðin tvö sumur, einnig kem ég vestur reglulega yfir vetrarmánuðina. Ég er nú stödd á Ísafirði en fer aftur suður á helginni. Næst kem ég til Ísafjarðar fimmtudaginn 2. desember og verð á skrifstofu Vesturferða í Edinborgarhúsinu Ísafirði 2. og 3. desember n.k. Þið eruð hjartanlega velkomin í heimsókn þá.

Hlakka til að heyra frá ykkur og vinna með ykkur, kær kveðja Milla

Að lokum langar mig að benda ykkur á heimasíðu Vesturferða http://www.vesturferdir.is/index.php? Og Facebook síðu okkar http://www.facebook.com/#!/pages/Vesturferdir-West-Tours/300414432714

 

Kristjana Milla Snorradóttir

milla@vesturferdir.is

Sími / Tel. (+354) 456 5111

Farsími / Mobile (+354) 690 3010

 

Vesturferðir / West Tours

Aðalstræti 7

400 Ísafjörður

Ísland / Iceland

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
Vefumsjón