Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. desember 2009 Prenta

Nýr mokstursmaður.

Guðbrandur við snjómoksturstæki hreppsins.Urðarfjall í baksýn.
Guðbrandur við snjómoksturstæki hreppsins.Urðarfjall í baksýn.
Nú í haust tók Guðbrandur Albertsson við mokstri hér í Árneshreppi af Guðlaugi Ágústssyni á Steinstúni en hann var búin að vera mörg ár á moksturstæki hreppsins.
Guðbrandur er fóstursonur Guðmundar Þorsteinssonar á Finnbogastöðum og uppalin þar frá ungra aldri.
Í snjómokstrinum í gær tók myndatökumaður Litlahjalla mynd af honum í svonefndri Hvalvík rétt fyrir norðan Árnesstapana.
Nú er allt orðið ófært aftur,það kvesti af norðri í gærkvöld og skóf þá mikið og gekk á með éljum.
En er kaldi eða stinningskaldi með éljum og skafrenning.
Til stóð að opna frá Hólmavík og norður í Árneshrepp í dag,en óvíst hvort af því verður fyrr en á morgun vegna veðurs.
Spáin fyrir morgundaginn og næstu daga er að verði hæg Norðlæg vindátt með stöku éljum en köldu veðri áfram en heldur mildara við ströndina.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
  • Súngið af mikilli raust.
Vefumsjón