Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. júlí 2009 Prenta

Nýtt fyrirkomulag á ferilvöktun og fjarskiptum skipa frá 1. júlí 2009.

Frá vaktstöð.Mynd af vef Siglingastofnunar.
Frá vaktstöð.Mynd af vef Siglingastofnunar.

Samgönguráðuneytið hefur sett reglugerð nr. 565/2009 um breytingu á reglugerð nr. 672/2006 um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa. Með gildistöku reglugerðarinnar geta skip tilkynnt staðsetningu sína til vaktstöðvar siglinga með sjálfvirku auðkennikerfi skipa (AIS - Automatic Identification System) með sama hætti og með svokölluðum STK tækjum. Gert er ráð fyrir að eftir 1. janúar 2011 muni AIS kerfið taka við af STK kerfi í ferilvöktun skipa. Evrópureglur ná til skipa yfir 15 metrum að lengd og notast þau við AIS-A tæki. Skipum undir 15 metrum verður heimilt að nota AIS-B tæki sem eru einfaldari að gerð og ódýrari.

  

Þann 1. júlí 2009 verður sú breyting á fjarskiptum Vaktstöðvar siglinga að tekin verða upp til reynslu fjarskipti með stafrænu valkalli á metrabylgju (DSC-VHF).  Þessi aðgerð er fyrsti liður í breytingum á fjarskiptum og ferilvöktun skipa á hafsvæði A1.  Stefnt er að því að á árinu 2011 verði núverandi STK-kerfi (Racal-kerfi) lagt niður og tekin upp ferilvöktun með AIS tækjum.

 

Frá 1. janúar 2010 verður stafrænt valkall á metrabylgju í fullri notkun samhliða hliðrænum viðskiptum (venjulegt VHF). Skip 15 metrar að lengd og styttri sem hafa komið sér upp DSC-VHF búnaði geta eftir 1. janúar 2010 verið í ferilvöktun með AIS-B búnaði í stað STK (Racal-tækja). Miðað er við 15 metra lengd þar sem Evrópusambandið hefur nýlega ákveðið að fiskiskip yfir 15 m og að 45 m að lengd skuli búin AIS-A tækjum og verður það innleitt í þrepum á næstu  árum, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 565/2009.

 

Eftir 1. janúar 2010 verður öllum nýsmíðuðum skipum gert að vera búin DSC-VHF búnaði og eftir 1. janúar 2011 verða öll skip, sem rekin eru í atvinnuskyni að vera búin DSC-VHF búnaði til fjarskipta á hafsvæði A1 ásamt AIS-A eða B tæki, háð stærð þeirra, til ferilvöktunar. DSC-VHF tæki er búið neyðarhnappi sem kemur í stað neyðarhnappsins á núverandi STK-tæki en auk þess er DSC búnaðurinn með ýmsa möguleika í sendingum staðlaðra skeyta og einnig er hægt að kalla upp einstök skip frá strandastöðvum og fá sjálfvirka svörun.

 

Forsenda þess að DSC-VHF búnaður virki sem neyðarbúnaður er að í tækið sé skráð svonefnt MMSI númer sem er sérstakt auðkennisnúmer fyrir hvert skip og að tækið sé tengt GPS-búnaði á sama hátt og STK-tækin. MMSI númer er gefið út af Póst- og fjarskiptastofnun. Miðað er við að DSC-VHF búnaður skipa sem rekin eru í atvinnuskyni á hafsvæði A1 verði tæki er uppfylli alþjóðlegar lágmarkskröfur um D-tæki (D class specifications, EN 301 025).

 

Upplýsingar um AIS kerfið:

Heimasíða Siglingastofnunar Íslands

Til sjávar, fréttabréfi Siglingastofnunar 1. tbl. 2007, bls. 4.

Bylting í siglingum - grein um AIS eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson

Minnisblað Siglingastofnunar Íslands til siglingaráðs og samgönguráðuneytis
Þetta kemur fram á heimasíðu Siglingastofnunar www.sigling.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Úr sal.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Þá fer langa súlan út.
  • Veggir feldir 19-06-2008.
Vefumsjón