Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. júlí 2013 Prenta

Nýtt mastur við fjarskiptastöðina í Reykjaneshyrnu.

Fjarskiptastöðin er á svonefdnu Reiðholti við Reykjaneshyrnu.
Fjarskiptastöðin er á svonefdnu Reiðholti við Reykjaneshyrnu.

Míla hyggst reisa nýtt mastur í Árneshreppi á Ströndum svo hægt verði  að tryggja stöðugt fjarskiptasamband við hreppinn. Truflanir hafa verið á örbylgjusambandinu og hefur á stundum allt samband dottið út, jafnvel daglega. Ekki er langt síðan Míla stækkaði allt örbylgjusamband við hreppinn sem átti að efla fjarskiptin. Örbylgjunni fyrir Árneshrepp er beint frá Hnjúkum við Blönduós. Samkvæmt Sigurrós Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Mílu er talið að speglanir af sjónum í logni séu að trufla sambandið og valda því að búnaðurinn frýs,sem aftur hefur kallað á endurræsingu frá miðlægum búnaði eða í tækjahúsi í Árneshrepp. Með hærra mastri á að komast fyrir vandann. Örbylgjusambönd eru almennt mjög traust. Til að mynda héldust örbylgjusambönd ótrufluð í gosunum tveimur á Suðurlandi á síðustu misserum og það þrátt fyrir mikið öskufall úr Eyjafjallajökli.

Uppsetning á nýju mastri í Árneshrepp verður unnin í samvinnu við íbúa, en áður en uppsetningin getur hafist þarf að tryggja byggingarleyfi og steypa sökkulinn. Búist er við að undirbúningur og sérstaklega uppsetningin sjálf taki u.þ.b. 2 mánuði. Vonast Míla til að geta hafið verkið eins fljótt og auðið er.  .

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Drangar-12-08-2008.
  • Skip á Norðurfirði.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
Vefumsjón