Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. mars 2015 Prenta

Ofsaveður á morgun.

Vindakort Veðurstofu Íslands kl:12:00 á hádegi á morgun. Dökk blái liturinn sínir 24 m/s í jafnavind.
Vindakort Veðurstofu Íslands kl:12:00 á hádegi á morgun. Dökk blái liturinn sínir 24 m/s í jafnavind.

Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri á morgun,víða um land,ekki síst hér á Ströndum þar sem vindkviður gætu farið allt upp í 40 m/s í mestu kviðunum. Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík bendir fólki á að gott gæti verið að líma límband á rúður í kross sem snúa á móti vindátt,það dregur úr þeirri hættu að þær brotni. Að sögn veðurfræðinga á Veðurstofu Íslands gæti þetta orðið eitt mesta veðrið í vetur. Fólk er beðið að fylgjast vel með textaspá Veðurstofunnar,hún er oft uppfærð. Annars er veðurspá þannig frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:

Vestan 5-10 og þurrt. Vaxandi suðaustanátt með rigningu eftir hádegi, 15-23 m/s undir kvöld, en hægari sunnanátt og úrkomuminna seint í kvöld. Hlýnar síðdegis, hiti 2 til 7 stig í kvöld. Sunnan 20-28 og rigning með köflum á morgun, en minnkandi vindur undir kvöld.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
Vefumsjón