Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. október 2008
Prenta
Ókeypis námskeið um styrkumsóknir.
Til að bregðast við ríkjandi efnahagsástandi hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samráði við leiðbeinandann Jón Pál Hreinsson, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Vestfjarða, ákveðið að bjóða frítt námskeið í gerð styrkumsókna. Námskeiðið tekur þrjú kvöld og hefst mánudaginn 27. október kl. 20:00. Kennt verður á Ísafirði og sent gegnum fjarfundabúnað til Hólmavíkur (í Grunnskólanum, innstu stofu talið frá bílastæðinu). Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfari í að skrifa styrkumsóknir og auka þekkingu þeirra á þeim sjóðum sem hægt er að sækja styrki til. Farið verður í gegnum hvernig á að skrifa umsóknir og hvað einkennir góðar styrkumsóknir. Gerð er grein fyrir hvernig umsóknir eru metnar í meginþáttum af þeim sem lesa, meta og ákvarða hverjir hljóta styrki. Umsóknarferlinu og umsóknarvinnunni má skipta niður í hluta og verður fjallað um hvernig ná má sem bestum árangri í hverjum hluta. Þá verður fjallað um helstu sjóði sem í boði eru á Íslandi og erlendis (norrænir og evrópuverkefni) og mismunandi áherslur milli þeirra. Loks verður umfjöllun um áfangaskýrslur og lokaskýrslur.Ennþá er hægt að skrá sig með því að senda mér póst á stina@holmavik.is eða í síma 8673164.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Verkefnastjóri
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Verkefnastjóri