Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. september 2010 Prenta

Önnur önnin í svæðisleiðsögn.

Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða leiðir hópinn um Hólmavík.
Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða leiðir hópinn um Hólmavík.

Nú er að hefjast önnur önnin í svæðisleiðsögn um Vestfirði og Dali, en það er rúmlega 200 stunda nám sem Fræðslumiðstöðin bíður upp á í samvinnu við Leiðsöguskóla Íslands. Rúmlega 30 manns taka þátt í þessu námi og munu þeir hittast á þriðju helgarlotunni að Núpi í Dýrafirði um næstu helgi.

Námið, sem veitir þátttakendum réttindi til að starfa sem svæðisleiðsögumenn, er afar fjölbreytt. Meðal þess sem tekið er fyrir eru svæðalýsingar, jarðfræði, gróður og dýralíf, tungumálanotkun, saga og atvinnulíf og fleira tengt svæðinu. Náminu mun ljúka á vorönn 2011. Um er að ræða blöndu af staðnámi og fjarnámi, þátttakendur hittast á helgarlotum sem eru átta á námstímanum en þess á milli fer námið fram í gegnum netið. 

Verkefnistjóri svæðisleiðsögunámsins er Kristín Einarsdóttir starfsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Hólmavík.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
Vefumsjón