Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. október 2011
Prenta
Opnað í Árneshrepp.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er Vegagerðin á Hólmavík að opna veginn norður í Árneshrepp þannig að flutningabíllinn kemst norður með vörur í útibú Kaupfélags Steingrímsfarðar og til annarra.Einnig ættu þeyr sem eru á útkallalista almennavarna vegna flugslysaæfingarinnar á Gjögurflugvelli,sem hefst á morgun að komast norður.Nú er Norðanáttin að ganga niður og nú í morgun gengur á með slydduéljum niður við sjó en sjálfsagt snjóél þegar hærra dregur.Veður er kólnandi í bili en síðan hlýnar aftur á laugardag.