Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. nóvember 2013 Prenta

Orkubú Vestfjarða hlýtur viðurkenningu.

Frá afhendingu á viðurkenningu.Mynd OV.is.
Frá afhendingu á viðurkenningu.Mynd OV.is.

Orkubú Vestfjarða hefur hlotið viðurkenningu Neytendastofu á innra eftirlitskerfi með varmaorkumælum og er fyrsta dreifiveitan sem hlýtur slíka viðurkenningu. Ragnar Emilsson deildarstjóri eftirlitsdeildar tók við viðurkenningunni fyrir hönd Orkubúsins. Af þessu tilefni kom fulltrúi Neytendastofu, Bjarni Bentsson, í heimsókn og afhenti Orkubúinu viðurkenninguna. Viðurkenningin er veitt samkvæmt reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með varmaorkumælum. Innra eftirlitið fer þannig fram að varmaorkumælum er skipað í söfn eftir árgerð og gerðarauðkenni og í framhaldi er tekið úrtak af mælum og þeir prófaðir af viðurkenndri prófunarstofu. Standist mælar ekki úrtaksprófun þá er skipt um alla mæla í viðkomandi mælasafni. Vert er að benda á gæðastefnu Orkubús Vestfjarða sem er að:

Vera ábyrgt fyrirtæki sem nýtur trausts viðskiptavina sinna og veitir þeim þjónustu af bestu mögulegu gæðum og með fullnægjandi afhendingaröryggi. Vera meðvitað um áhrif starfssemi fyrirtækisins á umhverfið og draga úr óæskilegum umhverfisáhrifum svo sem kostur er. Vera fyrirmyndar vinnustaður þar sem aðbúnaður, hollusta og öryggi starfsmanna er sett í öndvegi. Vera fyrirtæki sem uppfyllir ávalt opinberar kröfur sem gerðar eru til starfseminnar. Vera fyrirtæki sem fer að kröfum ISO 9001 staðalsins og vinnur að stöðugum umbótum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
Vefumsjón