Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. janúar 2014 Prenta

Orkubú Vestfjarða varar við háspennulínum.

Háspennulínan á Trékyllisheiði.
Háspennulínan á Trékyllisheiði.

Vegna mikilla snjóalaga víða á hálendi, vill Orkubú Vestfjarða benda á eftirfarandi: Víða er mikill snjór til fjalla og þess vegna ættu allir þeir sem ferðast að vetrarlagi utan alfaraleiða að sýna sérstaka aðgát. Háspennulínur eru ekki alltaf sýnilegar vegna snjóa og slæms skyggnis. Eins getur fjarlægð upp í leiðara orðið hættulega lítil í miklum snjó. Í óveðri sem varð yfir hátíðirnar féllu línur af völdum veðursins og fullnaðarviðgerð er ekki lokið alls staðar.
Á Trékyllisheiði er jarðstrengur lagður á snjó til bráðabirgða milli staura og eins eru dæmi um lága staura vegna brots.  Sýna þarf sérstaka varúð í þessu svæði.Í miklu fannfergi minnkar bilið frá jörðu að línu og einnig er hætta á að ísing á línum leiði til þess að línurnar sigi mikið.  Við allra verstu aðstæður liggja leiðarar alveg niður í snjó. 

Við þessar aðstæður, þegar bilið milli yfirborðs og línu er orðið þetta lítið, skapast hættuástand og lífsnauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar.

 

Því er skíða-, vélsleða-, jeppafólk og aðrir, sem eru á ferð um fjalllendi, beðnir um að gæta varúðar. 

Góð regla er að athuga áður en lagt er af stað, hvort og þá hvar háspennulínur liggja um það svæði sem ferðast skal um.

Ef einhver verður var við að háspennulína sé of nálægt yfirborði eða eitthvað annað sé athugavert við línuna, þá skorum við á viðkomandi að hafa strax samband við Orkubú Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Alexsander Hafþórsson setur eingangrun í loft.12-12-2008.
  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
Vefumsjón