Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. janúar 2009 Prenta

Ósáttir við lítinn snjómokstur.

Frá snjómokstri á Gjögurflugvelli.
Frá snjómokstri á Gjögurflugvelli.

RÚV.
Íbúar í Árneshreppi á Ströndum eru ósáttir með þá ákvörðun Vegagerðarinnar að ætla einungis að moka eftir hörðustu snjómokstursreglum. Heimamenn hafa skipað samgöngunefnd til að knýja á um úrbætur.

Talað hefur verið um að vernda þurfi menningu þessa fámennasta hrepps landsins. Árið 2003 var stofnuð nefnd á vegum alþingis sem átti að skila tillögum um aðgerðir til verndunar búsetu þar. Fyrir tveimur árum var stofnað Vinafélag Árneshrepps. Meðal stofnfélaga eru ráðherrarnir Einar K.Guðfinnssson og Össur Skarphéðinsson.

 

Nú óttast menn einangrun ef Vegagerðin hættir að moka yfir vetrartimann Ingólfur Benediktsson, í Árnesi 2, segir menn afar ósátta.
Þó svo reglurnar segir að aðeins eigi að moka tvisvar í viku vor og haust ef snjóalög leyfi., hefur Vegagerðin haldið opnu framyfir áramót síðustu tíu ár. En nú er ekki til peningur og þá hefur verið gefið út að farið verði eftir reglunum.
Þetta kom fram í fjögur fréttum Ríkisútvarpsins nú í dag.
www.ruv.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Drangar-12-08-2008.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
Vefumsjón