Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. janúar 2011 Prenta

Óvenju há sjávarstaða.

Óvenju há sjávarstaða verður á fullu tungli í janúar-febrúar og mars.
Óvenju há sjávarstaða verður á fullu tungli í janúar-febrúar og mars.

Á vef Landhelgisgæslunnar er vakin athygli á óvenju hárri sjávarstöðu dagana eftir fullt tungl í janúar,fullt tungl í janúar var þann 19, í febrúar þann 18 og í mars þann 19.2011. Flóðspá fyrir Reykjavík gerir ráð fyrir óvenju hárri sjávarstöðu á fullu tungli í janúar, febrúar og mars.Ástæða er til að fylgjast vel með veðurspá og loftþrýstingi þessa daga og jafnframt dagana fyrir og eftir fullt tungl.

Breytingar á veðri valda mismun á útreiknuðum og raunverulegum sjávarföllum því töflur yfir sjávarföll eru reiknaðar út miðað við „venjuleg" veðurskilyrði og meðalloftþyngd sem er við sjávarmál 1013 hPa (millibör). Falli loftvog t.d. um 10 hPa má búast við hækkun sjávaryfirborðs um 0,1 m og öfugt.
Nánar má sjá um sjávarstöðuna á vef Landhelgisgæslunnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • Hrafn Jökulsson.
  • Skip á Norðurfirði.30-04-2006.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
Vefumsjón