Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. janúar 2012 Prenta

Pálína Jenný Þórólfsdóttir verður jarðsett frá Árneskirkju í dag.

Pálína Jenný Þórólfsdóttir.
Pálína Jenný Þórólfsdóttir.
1 af 2
Í dag 14 janúar 2012 kl:14:00 verður jarðsett frá Árneskirkju Pálína J Þórólfsdóttir frá Finnbogastöðum í Trékyllisvík Árneshreppi. Pálína Jenný Þórólfsdóttir var fædd í Litlu-Ávík 17 febrúar árið 1921 og lést á Dvalar-og Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 6 janúar 2012. Móðir Pálínu Jóhanna Guðbjörg Jónsdóttir fædd 2 mars 1899 dáin 5.október 1928,og var því aðeins 29 ára að aldri þegar hún lést frá sex ungum börnum sínum. Pálína var því aðeins sjö ára þegar móðir hennar féll frá. Faðir Pálínu var Þórólfur Jónsson fæddur 11 september 1890 og dáinn 21 apríl 1964. Maður Pálínu var Þorsteinn Guðmundsson fæddur 21 mars 1905 og dáinn 13 janúar 1983. Þau bjuggu allann sinn búskap á Finnbogastöðum í Árneshreppi. En Pálína dvaldi síðustu æviár sín á Dvalar og Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þau Pálína og Þorsteinn eignuðust tvö börn Guðmund fæddur 13 mars 1943 sem býr á Finnbogastöðum og Guðbjörgu fædd 16 mars 1948 sem býr í Bæ.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Maddý-Sirrý og Siggi.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Pétur og Össur.
  • Borgarísjaki ca 20 km frá landi 14-09-2001.
Vefumsjón