Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. febrúar 2009 Prenta

Paralista stillt upp með netprófkjöri í Norðvesturkjördæmi hjá Samfylkingu.

Frá Borgarnesi.Mynd Mats.
Frá Borgarnesi.Mynd Mats.
Á kjördæmisþingi Samfylkingarfólks í Norðvesturkjördæmi sem haldið var laugardaginn 21. febrúar í Menntaskólanum í Borgarnesi, var ákveðið að velja í 6 efstu sætin á framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum með netprófkjöri 6-8.. mars.  Rétt til þátttöku í netprófkjörinu hafa allir félagar í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi og eru kjörgengir í kjördæminu.

Við röðun á lista verði parað í 6 efstu sætin, þannig að ávallt verði karl og kona í hverjum 2 sætum raðað eftir atkvæðamagni í prófkjöri., Kjósendur velja 6 nöfn á kjörseðil og númera frá 1-6.

Frambjóðendum er óheimilt að auglýsa í ljósvaka- , prent- og vefmiðlum. Kjördæmisráð gefur út sameiginlegt kynningarrit og gengst fyrir sameiginlegum fundum til kynningar á frambjóðendum.

Framboðsfrestur rennur út 26. febrúar.

Nánari upplýsingar um netprófkjörið er hægt nálgast hjá Eggerti Herbertssyni formanni stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í síma 617-8306 eða með því að senda tölvupóst á netfangið nordvestur@xs.is.
<

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
  • Kristín í eldhúsinu.
  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
Vefumsjón