Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. mars 2010 Prenta

Páskaeggjabingó og kökusala á Hólamvík.

Kökusalan verður í anddyri Kaupfélagsins á Holmavík.
Kökusalan verður í anddyri Kaupfélagsins á Holmavík.

Danmerkurfarar í 8. og 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík eru ekki af baki dottnir við að safna í ferðasjóðinn. Miðvikudagskvöldið 31. mars kl. 20:00 verður páskaeggjabingó í Félagsheimilinu á Hólmavík og auk páskaeggja af öllum stærðum og gerðum verða þar fleiri glæsilegir vinningar. Kaffi og vöfflur verða á boðstólum í hléi. Fyrr sama dag verður kökusala í anddyri Kaupfélagsins á Hólmavík frá kl. 14:00. Þar geta allir áhugasamir verslað brauð og bakkelsi og slegið tvær flugur í einu höggi, styrkt krakkana og sloppið við baksturinn fyrir páskana.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Úr myndasafni

  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Reimar Vilmundarson skipstjóri.!8-04-2008.
  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
Vefumsjón