Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. maí 2010 Prenta

Pósturinn kemur með Strandafrakt.

Einn af bílum  Strandafraktar og Þorvaldur Garðar Helgason bílstjóri.
Einn af bílum Strandafraktar og Þorvaldur Garðar Helgason bílstjóri.
Nú á dögunum var samið við Strandafrakt á Hólmavík að taka póstinn þaðan á miðvikudögum til Norðurfjarðar þegar áætlunarferðir Strandafraktar hefjast í byrjun júní.

Enn pósturinn kemur með póstbílnum til Hólmavíkur sem fer svo vestur til Ísafjarðar aðfaranótt miðvikudags,þannig að Árneshreppsbúar fá því tveggja daga póst með þessari ferð.

Að sögn Hannesar Guðmundssonar Forstöðumanns Rekstrarþróunar Íslandspósts var samið við Strandafrakt um þessa þjónustu í þrjá mánuði í sumar það er júní,júlí og ágúst.

Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt og einn aðaleigenda,hefur staðfest þetta við vefinn Litlahjalla.is.

Þannig að póstur til Árneshrepps mun í sumar berast bæði lofleiðis og landleiðis,það er að á mánudögum mun póstur koma með flugfélaginu Erni til Gjögurs,en flugfélagið Ernir munu fljúga þangað einungis á mánudögum í sumar eftir ákvörðun samgönguráðuneytis um niðurskurð á þjónustu í sumar í júní-júlí og ágúst,eftir það verður flogið með hefðbundnum hætti aftur í september það er tvær ferðir í viku.

Póstdreifing innan hreppsins verður eins á mánudögum og verið hefur,það er pósti dreift norður til Norðurfjarðar,en á miðvikudögum verður pósti dreift líklega öfuga leið,það er frá Norðurfirði og til Kjörvogs,enn ekki er alveg búið að ákveða það,því bíll Strandafraktar er á mismunandi tímum á Norðurfirði á miðvikudögum. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Skemmtiatriði.Söngur.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
Vefumsjón