Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. janúar 2012 Prenta

Rafmagn farið af Árneshreppi.

Frá því þegar skipt var um spennistöð í Trékyllisvík í haust.
Frá því þegar skipt var um spennistöð í Trékyllisvík í haust.
Rafmagn fór af Árneshreppi og Drangsnesi uppúr 14:30. Verið er að athuga með að tengja aðra leið í botni Steingrímsfjarðar norður,en rafmagn fór í gegnum sæstreng yfir fjörðinn áður þegar rafmagn fór af. Það er ekki slitið norður því blikk hefur sést við prufu á línu. Orkubúsmenn á Hólmavík segja þetta vera útleiðslu því hitastigið er á leiðinlegu róli,um 0 stigið,og snjór hleðst á spenna og einnig er mikil sjávarselta sem fer á spenna. Þetta getur tekið dálítinn tíma að koma rafmagninu aftur á ef línan tollir svo inni. Svarta bilur er og sést ekki á milli húsa í Árneshreppi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Mundi í gatinu.
Vefumsjón