Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. september 2021 Prenta

Rafmagn fór af í Árneshreppi í 4 tíma.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Rafmagn fór af Árneshreppi á ellefta tímanum í morgun. Rafmagn komst á aftur á þriðja tímanum í dag. Leit að bilun stóð yfir í um þrjá tíma, enn slitið var við Bólstað í Selárdal í Steingrímsfirði þar sem línan fer uppá Trékyllisheiði. Einnig var þar mikil ísing og sjávarselta á línum sem þurfti að þrífa. Snarvitlaust veður er á svæðinu norðan 20 til 26 m/s í Árneshreppi, en hægari á Hólmavíkursvæðinu en þar er allt hvítt í sjó fram. Eitthvað á að hægja með kvöldinu en síðan á að vera enn verra veður á morgun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Maí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Kaupfélagshúsin og Íbúðir á Norðurfirði-06-07-2004.
Vefumsjón