Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. desember 2019 Prenta

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Trékyllisheiði. Myndasafn.
Trékyllisheiði. Myndasafn.

Nú í morgun um áttaleitið komst rafmagn á að hluta sveitarinnar. Það er að rafmagn komst á í Djúpavík og norður í Bæ, Finnbogastaðaskóla, Finnbogastaði og Ávíkurnar og einnig til Gjögurs. En þegar átti að setja rafmagn á norður í hrepp sló öllu út. Þannig að þar sem rafmagn er ekki í jörð aðeins loftlínur eins og til Krossnes Sundlaugarhús og Fell voru aftengdar og einnig til Munaðarness. Mikil sjávarselta er á línum. Rafmagn komst síðan á Árnes ,Mela, Steinstún og Kaupfélagshúsin og Bergistanga núna 10:50.

Það þykir merkilegt að línur skuli ekki hafa slitnað þar sem loftlínur eru eins og á Trékyllisheiðinni hluti þar er í jörðu til Djúpavíkur, og síðan loftlínur frá Djúpavík fyrir Reykjafjörð og yfir Skörð niður í Trékyllisvík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Klætt þak 11-11-08.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
Vefumsjón