Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. janúar 2020 Prenta

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Rétt fyrir klukkan 10 í dag var spennirinn í Geiradal spennusettur og eru þá allir notendur á Vestfjörðum komnir með rafmagn frá landskerfinu. Sunnanverðir Vestfirðir og Dýrafjörður tengdust landskerfinu rétt eftir 4 í nótt og norðanverðir Vestfirðir klukkan 9 í morgun. Allri varaaflskeyrslu hefur í kjölfarið verið hætt. Eins og kunnugt er hafa fallið snjóflóð bæði á Flateyri og í Súgandafirði.  Ekki hafa fréttir borist af tjóni á dreifikerfi rafmagns þar og ekki hefur þurft að ræsa þar varaafl.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Klætt þak 11-11-08.
  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
  • Munaðarnes 15-03-2005.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
Vefumsjón