Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. september 2021 Prenta

Rafmagn komst á í morgun í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Orkubúsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík voru við vinnu í alla nótt við að koma rafmagni á norður í Árneshrepp. Í fyrsta lagi brunnu rofar í spennistöðinni við Selá, sem er spennistöðin fyrir Árneshrepp. Það varð að fá spennir frá Bolungarvík, og það tókst í þessu vitlausa veðri sem var. Í gærkvöldi var grafa send norður en hún var lengi norður vegna ófærðar. Nokkrir rafmagnsstaurar voru farnir að hallast mikið og lína slitin frá einangrunum í Trékyllisvík. Þá var brotinn staur á milli Djúpavíkur og Kjósar og ýmislegt fleira. Erfitt var að komast um, blautur snjór og ófærð.

Rafmagn komst síðan á rétt um sjöleytið í morgun. Orkubúsmenn eiga heiður skyllð fyrir þessa vinnu í alla nótt.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Platan steypt.01-10-08.
  • Veggir feldir.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
Vefumsjón