Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. september 2007
Prenta
Rafmagnslaust í Árneshreppi.
Miklar rafmagnstruflanir hafa verið hér í Árneshreppi frá því rúmlega 16,00 í dag og alveg rafmagnslaust síðan um kl 18,00 rafmagnið tollir ekki á þegar hleipt er á straumi hingað norður,rafmagn er á í Djúpavík og línan þaðan og norður í sveit er talin óslitin gæti slegið út vegna sjávarseltu.
Hvassviðri og stormur hefur verið í dag 17 til 20 m/s af NNA.Díselvél er keyrð hér á veðurathugunarstöðinni og víðar þar sem vélar eru á heimilum.
Menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík eru á leið norður til að athuga tengivirki.
Hvassviðri og stormur hefur verið í dag 17 til 20 m/s af NNA.Díselvél er keyrð hér á veðurathugunarstöðinni og víðar þar sem vélar eru á heimilum.
Menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík eru á leið norður til að athuga tengivirki.