Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2017 Prenta

Rafmagnslaust í fjarskiptastöðinni á Finnbogastaðafjalli.

Fjarskiptastöðin er upp á Finnbogastaðafjalli.
Fjarskiptastöðin er upp á Finnbogastaðafjalli.
1 af 3

Rafmagnslaust hefur verið í fjarskiptastöðinni á Finnbogastaðafjalli frá því aðfaranótt gamlársdags. Nú eru Orkubúsmenn að vinna í að gera við og búið er að finna bilunina um 2,7 km neðan við spennistöðina í Ávíkurdal. Orkubúið er komin með beltagröfu til að grafa niður á jarðstrenginn eftir að búið var að finna bilunina með sérstökum leitartækjum. Eini staðurinn hér í Árneshreppi sem missti net og GSM- samband var Hótel Djúpavík, en heimilissími var í lagi. Starfsmaður Orkubúsins sagði við fréttamann rétt áðan að rafmagn ætti að komast á fjarskiptastöðina með kvöldinu ef allt fer sem horfir. Uppfært kl. 18:10. Rafmagn komst á fjarskiptastöðina á Finnbogastaðafjalli kl. 18:00.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Þá fer langa súlan út.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Frændurnir Gunnar Njálsson og Valgeir Eyjólfsson.
Vefumsjón