Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. desember 2012 Prenta

Rafmagnslaust um áramót í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Á svæði 3 er ástand rafmagnsmála þannig að Árneshreppur er enn rafmagnslaus og ekki miklar líkur á að það lagist á þessu ári miðað við veðráttu. Búið er að koma rafmagni á alla byggða bæi á þessu svæði að öðru leiti en vitað er um nokkra sumarbústaði rafmagnslausa. Í Ísafjarðardjúpi er komið á rafmagn frá Sængurfossvirkjun í Mjóafjörðinn að Látrum og ástandið er þannig að virkjunin ræður ekki við það sem eftir er af svæðinu. Starfsmenn OV eru að taka sumarbústaði á línunni frá og á þá að reyna að hleypa rafmagni á þá bæi sem búseta er á. Allt tiltækt varaafl er notað á þessu svæði. Segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.
Þannig að það lítur út fyrir að rafmagnslaust verði í Árneshreppi nú um áramótin. Það birti aðeins upp fyrir hádegið og gerði ísingu og él og síðan gerði bullandi snjókomu aftur þótt vind hafi lægt talsvert.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Gjögur-05-07-2004.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Enn rauk úr rústunum 17-06-2008.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
Vefumsjón