Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. janúar 2004
Prenta
Rafmagnsleysi.
Rafmagnslaust er enn hér í Árneshreppi og ekki veit ég til þess að sé reint að athuga línuna í dag vegna veðurs.Mjög kalt er orðið í húsum sem hafa bara rafmagnskyndingu eins og í mínu húsi er hitastig komið neðrí 6 til 7 stig og vill til að lítið frost er úti enn vindkæling gífurleg í hvassviðrinu.Ég er nú svo heppin að geta farið til Sigursteins bróðir og var þar í nótt og verð þar í nótt,enn þar er hitað upp með eldivið líka og rafstöð enn hún þolir ekki að hita upp ofna hjá mér.Það er það kalt orðið í mínu húsi að erfitt er að nota penna nema að hita hann upp með höndum til að geta skrifað í veðurbók.