Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. desember 2019 Prenta

Rafmagnstruflanir í morgun.

Tengivirkið í Glerárskógum.
Tengivirkið í Glerárskógum.

Samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða varð rafmagnslaust víða á Vestfjörðum kl. 07:45 þegar útleysing varð í flutningskerfi Landsnets. Allir notendur eiga að vera komnir með rafmagn á ný. Talið er að selta í tengivirki Landsnets í Hrútatungu hafi orsakað rafmagnsleysið sem varð kl. 07:45 í morgun.

PS: Frá ritstjóra.

Einkennilegt með Landsnet að geta ekki haft spennivirkin sín í lagi. Oftast koma tilkinngar um að slegið hafi út hjá Landsneti vegna Hrútatungu og eða Glerárskógum og Geiradal. Ég held að Landsnet þurfi að fara að gera eitthvað í málunum, geta ekki alltaf kennt síðasta óveðri um. Maður tekur eftir því að ef einhver hitabreyting er þá slá þessi tengivirki út.

Uppfært kl.:14:00.

Rafmagn fór af enn og aftur kl.:13:05. Ástæðan sú sama og í morgun sló út hjá Landsneti í Hrútatungu, rafmagnslaust var hér í Árneshreppi í 20. Mínútur.

Uppfært kl. 21.00.

Vegna útleysingar á tengivirkinu í Hrútatungu er rafmagnslaust hjá öllum notendum sem tengjast Hrútatungu og Geiradal. Unnið er að keyra upp varaafl.

Uppfært Kl:22:20.

Rafmagn komið á í Geiradal og Hrútatungu.

Búið er að spennusetja aftur að Geiradal og eru allir notendur því aftur komnir með rafmagn. Milli klukkan 00:00 og 04:00 í nótt verður tengivirkið í Hrútatungu þrifið. Á meðan á því stendur verður rafmagnslaust á Króksfjarðarnesi , í Gilsfirði, Gufudalssveit og Hrútafirði milli Hrútatungu og Borðeyrar. Rafmagn verður skammtað í Reykhólum og í Reykhólasveit.  Varaafl mun sjá Hólmavík, Árneshreppi, Ísafjarðardjúpi, Drangsnesi og ströndum að Stóru-Fjarðarhorni fyrir rafmagni. Gerð verður tilraun til að keyra varaafl frá Hólmavík að Borðeyri í Hrútatungu en ef það tekst ekki verður einnig rafmagnslaust frá Borðeyri að Broddanesi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Seljanes-06-08-2008.
  • Náð í einn flotann.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
Vefumsjón